Þann 23. júlí átti ég afmæli! Ég elska veislur og að fá að undirbúa slíkt partý. Ég hef í mörg ár haft gaman að því að elda og baka. Sérstaklega baka eftirrétti og bakkelsi. Ég er algjör sælkeri sjálf og nýt þess að prófa mig áfram. Það sem ég vildi segja ykkur frá var hvað ég bauð upp á í veislunni.

Hringlótt skúffukaka, botnarnir í afmæliskökunni eru skúffuköku uppskrift sem ég hafði upp á hjá mömmu minni. Ég ákvað að kaupa svo kremið í þetta sinn hjá vinkonu minni… Betty Crocker.

Ég elska Betty vörurnar ég meina hver gerir það ekki?

Uppskriftin er hérna:

 • 125g. smjör (við stofuhita)                                              250gr. smjör (við stofuhita)
 • 1 1/4 bolli sykur                                                                 2 1/2 b. sykur
 • 2 egg                                                                                    4 Egg
 • 1 3/4 bolli hveiti                                                                3 1/2 b. hveiti
 • 1/3 bolli kakó                                                                     2/3 b. kakó
 • 1 bolli súrmjólk                                                                  2 b. súrmjólk
 • 1 tsk. matarsódi                                                                 2 tsk. matarsódi
 • 1/2 tsk. salt                                                                         1 tsk. salt
 • 1 tsk. vanilludropar                                                           2 tsk. vanilludropar

Ég set allt þurrefni saman í skál og svo restina út í og hræri allt saman. Þegar þetta er komið þá set deigið í tvö form (bræði smá smjör og set inn í formin) inn í ofn og  baka á 180° í 30-35 mín.
Ákvað að setja með tvöfalda uppskrift líka því ég geri hana oftast og nota svo restina í bollakökur eða þá hef kökuna hærri og hef þá þrjá botna í stað þess að hafa bara tvo.

CUPCAKES er mjög vinsælt fyrir fyrir öll tilefni! Í þetta sinn notaðist ég við sömu uppskrift af kökubotn og hérna að ofan. Oft þykir mér mjög gott að kaupa Betty Crocker en þar sem ég var að baka einnig afmæliskökuna þá ákvað ég að nota þá uppskrift í bollakökurnar líka. Kremið aftur á móti er smjörkrem og set ég uppskriftina af því hérna fyrir neðan.

Uppskrift af smjörkremi:

 • 300g. smjör (mjúkt)
 • 500g. flórsykur
 • 1 egg
 • 3 tsk. vanilludropar (má líka vera vanillusykur)
 • nokkrir dropar af matarlit

Hrærið smjör og flórsykur saman og bætið svo egginu út í. Vanilludropar og nokkrir dropar af matarlit (ekki nauðsynlegt að hafa lit) sett út í. Ef ykkur finnst kremið vera of þykkt er oft gott að setja smá mjólk til að þynna það en ef það er of þunnt þá má setja meiri flórsykur.

Ég nota alltaf einnota plast sprautupoka sem ég kaupi í Bónus eða annarri matvörubúð, til að gera rósirnar nota ég stút sem fæst í Allt í köku (Smiðjuvegi 9) og heitir Wilton 2D.

Skyrkakan sem sló í gegn! Seinast en ekki síst gerði ég skyrköku. Hún kláraðist mjög fljótt sem var jákvætt því ég var smá efins með það hvernig hún myndi verða hjá mér. Allavegana þá var þetta hvítsúkkulaði skyrkaka.

Uppskrift af skyrköku:

 • 150g. smjör
 • Einn pakki af LU kexi
 • 400g. vanilluskyr
 • 3 dl. rjómi
 • 2 msk. flórsykur
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 100g. hvítt súkkulaði

Ég byrja á að setja smjörið í pott og bræða það meðan það er að bráðna á lágum hita brýt ég kexið í örsmáar agnir. Þegar kexið er vel mulið og smjörið bráðið blanda ég því saman. Tek mér hringlaga kökuform og set allt ofan í það. Skelli því inn í frysti og leyfi því að bíða þar á meðan ég geri restina.

Næsta skref er að þeyta rjómann. Þegar ég er búin að því hræri ég saman skyrinu, flórsykrinum og vanilludropunum. Blanda rjómanum svo hægt og rólega út í með sleif. Ég bræði súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði og skelli því svo í “rjómaskyrs“ blönduna. Þá er allt komið og ég sæki botninn í frystinn og set allt saman.

Skemmtilega er að skreyta! Ég bræddi suðusúkkulaði, skar niður hvítt súkkulaði í bita og karamellukurl til að setja ofan á ásamt bláberjum.

Ég studdist við uppskrift frá Evu Laufey.

Deila þessu innslagi
Share on FacebookPin on Pinterest

Þér gæti einnig líkað við