Hérna er smá brot af því sem er efst á óskalista hjá mér úr Sephora hvað varðar farða.

Það eru mjög margir farðar sem mig langar að prófa en þessir þrír hér fyrir neðan eru efstir á óskalista.

Giorgio Armani luminous silk foundation er léttur farði sem er með milli þekju, ég hef heyrt hrikalega góða hluti um hann og að hann sé hverrar krónu virði. Hann er dýr en ég ætla að fjárfesta í honum og geri svo betri færslu um það hvernig mér lýst á hann. Í Sephora kostar hann 64$ eða 7.500 krónur ísl.

Marc Jacobs full cover foundation er farði með flottri áferð og mikilli þekju, það þarf rosalega lítið magn í hvert skipti sem hann er notaður og dreifist vel. Kostar 55$ eða 6.500 krónur ísl.

Nars All Day Luminous Weightless farði sem hefur góða þekju og fallega náttúrulega áferð sem endist í 16 klukkustundir. Hentar öllum húðtegundum stendur á síðunni hjá þeim. Kostar 48$ eða 5.600 krónur ísl.

Þessir þrír farðar eru á mínum óskalista, ég nota alltaf sama farðann og hef gert það í smá tíma þannig það er kominn tími til að prófa aðra. Vanafasta ég nota alltaf Make Up For Ever HD í litnum Y245 og nýlega ákvað ég að kaupa Y315 líka til að geta dekkt minn lit aðeins sem ég nota alltaf. Þekjan af þessum farða er létt og góð, gefuru húðinni fallega áferð með smá ljóma. Það er mjög auðvelt að byggja hann upp til að fá betri þekju. Kostar 43$ eða 5.000 krónur ísl.

Deila þessu innslagi
Share on FacebookPin on Pinterest

Þér gæti einnig líkað við