Ég er mjög vön því að festa mig í einhverri ákveðinni rútínu. Aðallega því það hentar vel og ég veit hvað varan sem ég er að nota gerir og fer þá ekkert í það að kynna mér nýja hluti. Núna þar sem ég hef orðinn meiri áhuga á hreinsivörum og góðum vörum fyrir húðina þá er ég með nokkra skemmtilega hluti sem ég mun koma til með að tala um hérna.

Alveg frá því í níunda bekk hef ég stutt mig við það að kaupa Neutrogena hreinsivörur. Ég gat aldrei notað Nivea augnfarðahreinsirinn á augun því ég var svo viðkvæm fyrir honum. Þar af leiðandi fann ég þetta merki og hélt mér svo við það í nokkur ár.

Augnfarðahreinsirinn þeirra er tvískiptur, nota hann alltaf á augun. Hann nær öllum maskara mjög vel af og það þarf engin átök við að þrífa augun.  Ég á tvær andlitssápur sem ég skiptist á að nota bara upp á hvernig stuði ég er í en ein þeirra er úr Grape Fruit línunni sem þau eru með sem er áætluð húð með bólu vandamál, ég sjálf fékk af og til 3-5 bólur en aldrei meir en það. Hún hreinsar húðina vel ásamt því að það eru C-vítamín í sápunni og blóðappelsína sem er með fullt af góðum vítamínum fyrir húðina. Hin sápan heitir Fresh foaming cleanser og er andlits- og augnhreinsir s.s má vera notuð á allt andlitið.

 (set myndir hér fyrir neðan).

2-3 í viku skrúbbaði ég húðina með skrúbb frá Neutrogena sem er líka úr Grape Fruit Acne línunni þeirra og hann opnaði húðina oft þannig að það var auðveldara fyrir fílapennsla og önnur óhreinindi, bólur að brjótast út.

Núna er það samt ekki þannig að ég haldi í allar þessar vörur.. Ég prófa nýja hluti og leyfi mér alveg að sjá hvað hentar mér og hvað ekki. Ég var alltaf föst í þessu sama og keypti alltaf bara sömu vörurnar aftur og aftur til að jú halda í vanann og ákveðna rútínu. Eins og mörg okkar segja þá viljum við stíga út fyrir þægindarrammann sem við lifum oft í og prófa eitthvað nýtt, það á alveg við um hvort sem það er útlandaferð, matarinnkaup eða hreinsivörur.

Ég ætla að sýna ykkur þessar vörur því þær eru ódýrar og góðar og ég gríp en þá í þær þótt ég sé farin að finna annað sem hentar mér persónulega betur.

Hreinsir og skrúbb fyrir húð sem er með bólur eða önnur vandamál.

Húð- og augnfarðahreinsir.

Augnfarðahreinsir, tvískiptur og nær öllu af. Góður fyrir Waterproof maskara.

Deila þessu innslagi
Share on FacebookPin on Pinterest

Þér gæti einnig líkað við