Smoothies eða boost eru mjög vinsæl á mínu heimili. Fyrir 3 árum var keyptur Nutribullet blandari sem er aðallega notaður til að gera drykki. Ég ætla að setja inn 3 uppáhalds uppskriftirnar mínar af drykkjum.

Gott sem millimál eða með mat. Fæ mér oft einn slíkan drykk og hrökkkex eða ristaðbrauð. Hægt er að gera svo fjölbreytt og algjörlega eftir því sem fólki finnst best.

Sniðugt er að frysta líka í íspinna, þá er hægt að leyfa sér svoleiðis fyrir þau kvöld sem alvöru ísinn fær ekki að taka þátt í.

 

Hnetusmjör og ber

1/2 banani

lúka frosin hindber

lúka frosin bláber

2 msk chia fræ

1 msk hnetusmjör

Létt AB-mjólk

 

Sá GRÆNI

lúka spínat

1/2 banani

engiferbútur

2 msk Chia fræ

1/2-1 bolli appelsínusafi/trópí

lúka frosið mangó

fylla upp á móti með vatni.

 

Grab&Go (Fljótlegur og góður drykkur)

lúka frosin hindber 

Banani

Létt-AB mjólk

 

 

Deila þessu innslagi
Share on FacebookPin on Pinterest

Þér gæti einnig líkað við