Minn uppáhalds maski er án efa Himalayan Charcoal frá The Body Shop.

Ég keypti þennan maska fyrir um það bil hálfu ári síðan þegar húðin mín var alltaf eitt stórt vandamál. Núna loksins er húðin mín öll að koma til og að sjálfsögðu kemur einstaka sinnum bólur en ekki eins og það var.

Ég set maskann stundum á allt andlitið og skrúbba hann svo vel í húðina. Stundum set ég bara á vandamála-svæðin á andlitinu.  Ég set maskann á með bursta.

Leyfi maskanum að vera á þangað til hann orðin þurr, mæli með í byrjun að hafa hann bara á í 5-7 mínútur. Eftir smá tíma með maskan í notkun sem sagt orðin vanari þá er fínt að hafa hann í 10 mín.

Eftir að maskinn er orðin þurr þá mæli ég með að bleyta fingurgóma/hendur/þvottapoka og skrúbba húðina með kornunum sem eru í maskanum. Alls ekki harðhentar hreyfingar þannig húðin verði mjög rauð eða særist. Nóg er að gera laust og finna hvernig kornin í maskanum skrúbba húðina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deila þessu innslagi
Share on FacebookPin on Pinterest

Þér gæti einnig líkað við