Masterclass námskeið Sir John

Sir John kom til Íslands til að halda Masterclass núna um helgina.

Hvað er þessi maður frábær?

Nei í alvöru hann er svo almennilegur og þægilegur.

Hann vildi fá að tala við alla í salnum, heilsa okkur, spurja til nafns og bara gaf sér allan tíma í heiminu í þetta.

Hann gat gefið margar nytsamlegar og nýjar aðferðir, ég skrifaði einnig niður nokkrar af vörunum sem hann notaði og ætla að leyfa ykkur að fá að sjá þær.

 

Tom Ford – Ultimate Bronzer litur: Gold Dust

  • Hann notaði Nars Laguna bronzerinn í bæði look-in og það kom ótrúlega vel út.
  • MakeUpForever glært laust púður notaði hann mjög mikið undir augun og sagði þetta vera besta sem hann notaði í að “setja“ hyljarann. Khloé Karadashian hafði bent honum á þetta.
  • Givenchy hyljarinn og primerinn sagði hann einnig að væru góðar vörur.

Þessar vörur eru allar svona í dýrari kantinum, en smátt og smátt væri nú hægt að safna sér fyrir þessu.

Ég ætla að setja inn mynd af Örnu Ýr sem ég tók á námskeiðinu en Arna var modelið hans.

 

Arna var glæsileg eins og alltaf og með gelneglur frá mér.

 

Jóhanna Helga var model númer 2 hjá Sir John og gerði hann dökk-fjólublátt smokey á hana. Gleymdi að taka mynd á myndavélina af því look-i.

 

TAKK fyrir dásamlegt masterclass Sara & Silla (reykjavikmakeupschool)

 

Deila þessu innslagi
Share on FacebookPin on Pinterest

Þér gæti einnig líkað við